Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef:
    • Sýking er til staðar (bráð eða langvinn)
    • Innan við tvær vikur hafa liðið frá því að fullum bata var náð
    • Innan við tvær vikur hafa liðið frá því að töku sýklalyfja lauk

Nánari útskýringar

  • Þegar um venjulegt kvef er að ræða má gefa blóð þegar einkenni hafa gengið yfir
  • Þegar um influensu eða hálsbólgu er að ræða má gefa blóð þegar viðkomandi hefur verið einkennalaus í 2 vikur
  • Sjúkdómar sem berast með biti moskítóflugna, sjá tengil fyrir hitabeltissjúkdóma
  • Einkennalausir smitberar Staphylococcus aureus bakteríu (MÓSA) mega gefa blóð
  • Þegar aðeins er um staðbundna meðferð við sveppasýkingu að ræða má viðkomandi gefa blóð

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Smitsjúkdómar eru sýkingar sem smitast auðveldlega á milli einstaklinga
  • Vissir hitabeltissjúkdómar smitast ekki á milli manna nema með hjálp smitbera (t.d. moskítóflugna)

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.  
Tög: MÓSA, Bakteríusmit, Veirusmit, Kvef, Flensa, Inflúensa, Hálsbólga, Sýklalyf, Sveppasýking, Sveppalyf, Hiti, Herpes Zoster, Ristill (útbrot), Lungnabólga, Blöðrubólga, Kíghósti, Hlaupabóla, Mislingar, Rauðir hundar, Hettusótt, Þvagfærasýking, Skarlatssótt, Einkyrningssótt, Mononucleosis, Heimakoma, Húðsýking, Eyrnabólga, Vogrís, Heilahimnubólga, Kossageit, Brucellosis, Öldusótt, Berkjubólga, Bronkítis, Brjósthimnubólga, Kinnholubólga, Ennisholubólga, Sinusitis