Almennar reglur

  • Einstaklingur má ekki gefa blóð ef:
    • Innan við sex mánuðir eru liðnir frá því að fullum bata var náð

Nánari útskýringar

  • Bogfrymlasótt er algeng sýking af völdum sníkjudýrs í mönnum sem smitast gjarnan með kattasaur eða við neyslu á vanelduðu kjöti
  • Algengt er að smit sé einkennalaust þar sem ónæmiskerfi líkamans eyðir sníkjudýrinu
  • Ef sníkjudýrið hefur hins vegar valdið einkennum sem leiddu til greiningar sýkingarinnar skal fresta blóðgjöf í sex mánuði eftir að einkenni eru horfin
  • Sýkingin getur smitast við blóðgjöf og gæti því haft alvarlegar afleiðingar fyrir blóðþegann

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð