Almennar reglur
- Ekki má gefa blóð ef:
- Sterakrem notað á meira en lófastórt svæði (sjá nánari útskýringar)
- Meðferð með steratöflum, -stungulyfi eða -innhellingum (sjá nánari útskýringar)
- Langtímameðferð (lengri en sex mánuðir) með sterum á síðustu 12 mánuðum
- Háskammta sterameðferð
Nánari útskýringar
- Ef steraaugndropar, -nefúði eða -eyrnadropar eru notuð vegna vægra ofnæmiseinkenna má gefa blóð
- Ef fyrirbyggjandi innöndunarlyf (sterapúst) er notað við astma má gefa blóð ef viðkomandi er einkennalaus
- Ef sterakrem eru notuð stöku sinnum á lítil svæði (minna en lófastærð) húðar vegna lítils háttar húðvandamála má gefa blóð
- Ef sterakrem eru notuð á meira en lófastór svæði má gefa blóð hafi >7 dagar liðið frá lokum meðferðar, ef undirliggjandi sjúkdómur er ekki hindrun og húð á stungusvæði er heil
- Ef >7 dagar hafa liðið frá því sterameðferð lauk (töflur, gefið í æð, í vöðva eða lið) vegna astma, ofnæmis eða stoðkerfisvandamála má gefa blóð
Tengt efni
Til fróðleiks
- Háskammta sterameðferðir valda ónæmisbælingu, sem gæti hulið einkenni sýkinga og bólgu
- Sumir einstaklingar þurfa á sterauppbótarmeðferð að halda vegna þess að þeir framleiða ekki nóg af hormónum sjálfir. Oft þarf að auka skammtastærðir ef viðkomandi er undir álagi. Ekki þykir æskilegt að gefa blóð á uppbótarmeðferð þar sem það gæti sett blóðgjafa í óþarfa hættu.
- Langtíma sterameðferðir geta valdið tímabundinni truflun á starfsemi nýrnahetta. Tólf mánaða bið frá síðasta skammti gefur nýrnahettum tíma til að endurheimta fulla virkni.
Ástæða breytingar
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Sterakrem, Sterapúst, Sterasprauta, Liðástunga (sterar)