Almennar reglur
- Einstaklingur með húðsjúkdóm má ekki gefa blóð ef:
- Hefur einkenni sýkingar eða ástand er smitandi
- Stungusvæði er sýkt
- Hefur opið sár í húð
- Er á ónæmisbælandi meðferð
- Saga er um illkynja sjúkdóm annan en basalfrumukrabbamein (sjá Illkynja sjúkdómur)
- Einstaklingur með húðsjúkdóm má gefa blóð ef:
- Notar stöku sinnum sterakrem á lítið húðsvæði
- Hefur sveppasýkingu í húð eða nögl sem er meðhöndluð með staðbundinni meðferð
- Hefur verið í snertingu við kláðamaur en er sjálfur ekki sýktur
Nánari útskýringar
- Ef vafi leikur á hvort blóðgjafi með húðsjúkdóm geti gefið blóð skal leita til starfsfólks Blóðbankans
- Ef blóðgjafi er með psoriasis, húðeinkenni eru væg og húðin heil á stungusvæði, má viðkomandi gefa blóð
- Fæðingarblettir koma ekki í veg fyrir blóðgjöf nema viðkomandi hafi einnig greinst með húðkrabbamein (sjá Illkynja sjúkdómur). Sé fæðingarblettur fjarlægður má gefa blóð þegar sár eru fullgróin og niðurstaða vefjarannsóknar liggur fyrir.
- Fituæxli í húð koma ekki í veg fyrir blóðgjöf enda eru þau góðkynja. Sé fituæxli í húð fjarlægt má gefa blóð þegar sár eru fullgróin.
- Einstaklingur með húðsjúkdóm sem notar eftirfarandi lyf má ekki gefa blóð ef:
- Notar stera-, takrólímus- (Protopic®) eða pímekrolímus- (Elidel®) krem sem bera þarf yfir stór svæði líkamans lengur en í 3 vikur síðustu 6 mánuði
- Hefur einhvern tímann notað etretinate (Tigason®)
- Innan við 3 ár hafa liðið frá inntöku á acitretin (Neotigason®)
- Innan við 4 vikur hafa liðið frá inntöku á isotretinoin (Roaccutane®) eða alitretinoin (Toctino®)
Tengt efni
Til fróðleiks
- Blóðgjafi sem hefur umgengist einstakling með kláðamaur, en er sjálfur einkennalaus, er ekki smitandi
- Ef blóðgjafi hefur opið sár eða bólgu í húð er aukin hætta á að sýklar berist í blóðhluta
- Undantekning frá reglu um illkynja sjúkdoma er staðbundið basalfrumukrabbamein (basal cell carcinoma) sem hefur verið fjarlægt með skurðaðgerð
- Ónæmisbælandi lyf geta dulið einkenni sýkingar og koma því í veg fyrir blóðgjöf
- Útvortis sterameðferð við húðsjúkdómum kemur ekki í veg fyrir blóðgjöf ef svæðið sem áburðurinn er borinn á er minna en lófastórt svæði og ekki er um langtímanotkun að ræða
Ástæða breytingar
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Ristill (útbrot), Exem, Sár, Psoriasis, Lichen Planus, Lichen Sclerosus, Sveppasýking, Sortuæxli, Húðkrabbamein, Nevus, Fæðingarblettur, Frumubreytingar, Fæðingarblettataka, Fituæxli, Lipoma, Kláðamaur, Flatskæningur