Almennar reglur
- Ekki má gefa blóð ef:
- Undirliggjandi sjúkdómur er ástæða til frávísunar
- Sýkingin tengist ónæmisbælingu
- Innan við 2 vikur hafa liðið frá því að meðferð lauk
Nánari útskýringar
- Ef þruska þarfnast meðferðar með töflum og kemur fljótt aftur eftir að meðferð lýkur, gæti ónæmisbæling verið til staðar. Viðkomandi er ekki samþykktur sem blóðgjafi, nema að undangengnum rannsóknum hjá lækni.
Tengt efni
Til fróðleiks
- Þruska í og við munn tengist oft undirliggjandi veikindum eða sýklalyfjameðferð, en einnig notkun steraúða eða sýklaeyðandi munnskols
- Þruska við leggangaop er algeng hjá annars hraustum konum, en þruska á getnaðarlim er sjaldgæfari. Gerillinn sem veldur þrusku er hluti af eðlilegri húðflóru svo þruska telst ekki til kynsjúkdóma
Ástæða breytingar
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Candida, Kandida, Sveppasýking