Almennar reglur

  • Einstaklingur má ekki gefa blóð ef:
    • Blóðrauði í blóði mælist undir viðmiðunarmörkum
    • Járnbirgðir í blóði mælast undir viðmiðunarmörkum
    • Viðkomandi er í rannsóknum vegna blóðleysis eða fær meðferð vegna blóðleysis

Nánari útskýringar

  • Ef fyrri saga er um blóðleysi skal athuga undirliggjandi orsök og meðferð
    • Fyrri saga um járnskortsblóðleysi:
      • Ef rannsóknum er lokið og undirliggjandi orsök er ekki ástæða til frávísunar má gefa blóð
      • Ef viðkomandi tekur járn í fyrirbyggjandi skyni og blóðrauði/járn eru yfir viðmiðunarmörkum má gefa blóð
    • Fyrri saga um blóðleysi af völdum skorts á B12 vítamíni eða fólati: 
      • Ef viðkomandi tekur lyf í fyrirbyggjandi skyni og blóðrauði er yfir viðmiðunarmörkum má gefa blóð 

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Að gefa blóð lækkar tímabundið magn blóðrauða í blóði og einstaklingar með sögu um blóðleysi gætu átt erfiðara en aðrir með að bæta upp þetta tap.

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

 

Tög: Járn, Járnskortur, Hemóglóbín, Blóðrauði, B12 vítamín, Fólat