Nýrnasjúkdómar
Síðast uppfært: 18.3.2025
Almennar reglur
- Reglur varðandi blóðgjöf fara eftir gerð sjúkdóms:
- Nýrnasteinn/ steinar. Má gefa ef viðkomandi er einkennalaus.
- Brottnám nýrnasteina: Má gefa blóð 1 mánuði eftir aðgerðina ef aðgerð var gerð með kviðsjá, engin sveigjanleg speglunartæki notuð og viðkomandi er einkennalaus eftir aðgerðina.
Ef sveigjanleg speglunartæki hafa verið notuð eða opin kviðaðgerð má gefa blóð 6 mánuðum eftir aðgerð. - Bráð nýrnahnoðrabólga (acute glomerulonephritis): Má gefa blóð 5 árum eftir að fullum bata er náð og meðferð/eftirliti er lokið
- Bráð nýrnaskjóðubólga (acute pyelonephritis): Má gefa blóð 2 vikum eftir að fullum bata er náð og meðferð/eftirliti er lokið
- Langvinn nýrnahnoðrabólga (chronic glomerulonephritis): Má ekki gefa blóð
- Fjölblöðrunýru (polycystic kidney disease): Má ekki gefa blóð
- Nýrnabilun: Má ekki gefa blóð
- Nýrnaígræðsla: Má ekki gefa blóð
- Nýrnagjafi: Má gefa blóð 6 mánuðum eftir aðgerð.
Tengt efni
- Sjálfsofnæmissjúkdómur
- Sýkingar
- Blóðþrýstingur - Hár
- Sykursýki
- Ónæmisbæling
- Vefja- og líffæraþegar
- Blóðþegi
- Blóðleysi
Til fróðleiks
- Nýrnabilun fylgir oft blóðleysi sem gerir blóðgjöf óheppilega fyrir blóðgjafann
- Nýrnasteinum geta fylgt sýkingar sem geta valdið sýklamengun í blóðhluta
Ástæða breytingar
- Ný síða
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.