Almennar reglur

  • Reglur varðandi blóðgjöf fara eftir gerð sjúkdóms:
    • Nýrnasteinar: Má gefa blóð 3 mánuðum eftir að einkenni hafa gengið yfir og meðferð/eftirliti er lokið
    • Bráð nýrnahnoðrabólga (acute glomerulonephritis): Má gefa blóð 5 árum eftir að fullum bata er náð og meðferð/eftirliti er lokið
    • Bráð nýrnaskjóðubólga (acute pyelonephritis): Má gefa blóð 2 vikum eftir að fullum bata er náð og meðferð/eftirliti er lokið
    • Langvinn nýrnahnoðrabólga (chronic glomerulonephritis): Má ekki gefa blóð
    • Fjölblöðrunýru (polycystic kidney disease): Má ekki gefa blóð
    • Nýrnabilun: Má ekki gefa blóð
    • Nýrnaígræðsla: Má ekki gefa blóð

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Nýrnabilun fylgir oft blóðleysi sem gerir blóðgjöf óheppilega fyrir blóðgjafann
  • Nýrnasteinum geta fylgt sýkingar sem geta valdið sýklamengun í blóðhluta

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: nýrnabólga, fjölblöðrunýru, nýrnabilun, nýrnasteinar, Nýraígræðsla, Nýrnahnoðrabólga, Glomerulonephritis