Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef hefur fengið: 
    • Heiladingulshormón unnið úr mönnum (t.d. vaxtarhormón)
    • Hornhimnuígræðslu
    • Heilahimnuígræðslu
    • Ígræðslu lifandi vefs úr dýri (xenotransplantation)

Nánari útskýringar

  • Ef um er að ræða vefjaígræðslu úr mönnum með öðrum vef en heilavef eða hornhimnu og yfir 6 mánuðir hafa liðið má gefa blóð
  • Ef um er að ræða ígræðslu með frumufríu stoðefni (acellular graft) unnu úr mönnum má gefa blóð
  • Ef um er að ræða ígræðslu með frumufríu stoðefni (acellular graft) unnu úr dýravef, þar með talin frumufrí kollagenefni (t.d. Bio-Oss®, Surgibone®, Pelvisoft®) má gefa blóð 
  • Ef viðkomandi hefur þegið egg, sæði eða fósturvísa má gefa blóð

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Vefja-eða líffæraígræðslur hafa borið smitefni á milli manna og eru viðmiðunarreglur hér að ofan ætlaðar til að lágmarka sýkingarhættu

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð. 
Tög: Graft, Ígræðsla, Vefjaígræðsla, Líffæraígræðsla, Líffæraþegi, Vefjaþegi, Stoðefni, Bio-Oss, SurgiBone, Pelvisoft, Xenotransplantation