Almennar reglur

 • Ekki má gefa blóð ef
  • Viðkomandi hefur verið greind(ur) með Creutzfeldt-Jacob sjúkdóm eða annan príonsjúkdóm
  • Viðkomandi er talin(n) vera í aukinni áhættu á að fá príonsjúkdóma:
   • Vegna fjölskyldusögu um príonsjúkdóma (á foreldri/systkini/barn sem hefur fengið príonsjúkdóm eða verið greint frá aukinni áhættu á príonsjúkdómum í erfðaráðgjöf)
   • Einstaklingur sem þáði blóðgjöf frá viðkomandi fékk príonsjúkdóm
   • Hefur fengið heilahimnuígræðslu (e. dura mater grafts)
   • Hefur fengið hornhimnu- eða augnhvítuígræðslu, eða aðrar augnvefjaígræðslur
   • Hafa fengið hormón sem unninn voru úr heiladingulsvef frá mönnum

Nánari útskýringar

 • Ef einstaklingur á ættingja sem hafa fengið príonsjúkdóm og erfðarannsóknir benda ekki til aukinnar áhættu á slíkum sjúkdómi má viðkomandi gefa blóð

Tengt efni

Ástæða breytingar

 • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

 • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
 • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Príónar, Vefjaígræðsla, Líffæraígræðsla, Líffæraþegi, Creutzfeldt-Jakob Disease, Heilabastígræðsla, Hornhimnuígræðsla, prion