Almennar reglur
- Ekki má gefa blóð
- á meðan á lyfjameðferð vegna ófrjósemi stendur (t.d. í tengslum við glasafrjóvgun)
- ef innan við 12 vikur hafa liðið frá því lyfjameðferð lauk
Tengt efni
Til fróðleiks
- 12 vikna frestur eftir lyfjameðferð er öryggisráðstöfun til að koma í veg fyrir blóðgjöf á fyrstu vikum meðgöngu
- Blóðgjafar sem eru að reyna að verða þungaðar á náttúrulegan hátt mega gefa blóð ef tíðablæðingar hafa ekki dregist/fallið niður.
- Inntaka á fólínsýru eða öðrum vítamínum kemur ekki í veg fyrir blóðgjöf
Ástæða breytingar
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Glasafrjóvgun, Tæknifrjóvgun, Tæknisæðing