Almennar reglur

  • Notkun ýmissa lyfja getur komið í veg fyrir að gefa megi blóð
  • Frávísunin getur þá verið vegna lyfjanna sjálfra eða vegna undirliggjandi sjúkdóms
  • Hjúkrunarfræðingar Blóðbankans veita upplýsingar um reglur varðandi lyf og blóðgjöf

Nánari útskýringar

  • Inntaka vítamína og fæðubótarefna sem keypt eru á Íslandi hindra ekki blóðgjöf
  • Inntaka fæðubótarefna sem keypt eru erlendis geta hugsanlega hindrað blóðgjöf tímabundið (dæmi: CBD olía)
  • Nauðsynlegt er að upplýsa um notkun verkjalyfja þar sem þau geta haft áhrif á starfsemi blóðflagna og nýtingu blóðsins
  • Viss lyf notuð við húðsjúkdómum (etretinate, acitretin, isotretinoin) útiloka blóðgjöf (sjá tengil fyrir húðsjúkdóma)
  • Viss lyf notuð við blöðruhálskirtilsvandamálum útiloka blóðgjöf (sjá tengil fyrir andrógenhemla)

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Í mörgum tilvikum er það undirliggjandi ástand sem hindrar blóðgjöf en ekki lyfið sjálft
  • Sum lyf hinsvegar eru þekkt fyrir að geta valdið fæðingargöllum jafnvel í mjög litlum skömmtum og eru því hindrun fyrir blóðgjöf
  • Hjúkrunarfræðingar/læknar Blóðbankans úrskurða um mögulega blóðgjöf í vafatilfellum

Ástæða breytingar

  • Fæðubótarefni keypt erlendis (CBD olía)

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Lyf, Vítamín, Fæðubótarefni, CBD olía, Cannabidiol, Náttúrulyf