Almennar reglur

  • Einstaklingur má ekki gefa blóð ef:
    • Viðkomandi hefur tekið Dutasteride (Avodart, Duodart) undanfarna 6 mánuði
    • Viðkomandi hefur tekið Finasteride (Proscar) undanfarnar 4 vikur
    • Viðkomandi hefur tekið Cyproteron eða Androcur vegna illkynja sjúkdóms 

Nánari útskýringar

  • Þeir sem taka Cyproteron acetat vegna annarrar ástæðu en illkynja sjúkdóms mega gefa blóð ef ekkert annað hindrar blóðgjöf

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Lyfin Avodart og Proscar geta valdið afbrigðilegum þroska kynfæra hjá karlkyns fóstrum ef þau eru tekin á meðgöngu. Þar sem ekki er mögulegt að vita hvaða blóðhlutar verða gefnir konum í meðgöngu með tilheyrandi áhættu fyrir fóstur, geta einstaklingar sem taka þessi lyf ekki gefið blóð. Lyfin geta mælst í blóði eftir að meðferð er lokið.

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Testósterónhemlar, Dútasteríð, Fínasteríð, Cýpróterón, Bíkalútamíð