Almennar reglur

  • Þú mátt ekki gefa blóð ef þú:
    • Hefur smitast eða grunar að þú hafir smitast af lifrarbólguveiru, HIV, sárasótt eða HTLV
    • Hefur einhvern tímann sprautað þig í æð eða vöðva með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis, jafnvel aðeins einu sinni
    • Ert karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann
    • Hefur einhvern tímann stundað vændi
    • Hefur heyrt um Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm í nánustu fjölskyldu þinni
    • Hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri eða heilavef úr mönnum
    • Þú hefur fengið einhvern af eftirfarandi smitsjúkdómum: Chagas, Babesiosis eða Kala-Azar.
  • Þú mátt ekki gefa blóð í minnst tólf mánuði eftir að hafa stundað kynlíf (jafnvel þótt smokkur eða annars konar vörn hafi verið notuð) með:
    • Einhverjum sem er HIV eða HTLV jákvæður
    • Einhverjum sem hefur lifrarbólgu B eða C
    • Einhverjum sem hefur þegið peninga eða eiturlyf í skiptum fyrir kynlíf
    • Einhverjum sem hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinni, verið sprautaður með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis
    • Konur: Einhverjum karlmanni sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann
    • Þér hefur verið nauðgað
    • Sjá reglur varðandi sárasótt undir Tengt efni. 
  •  Þú mátt ekki gefa blóð í minnst sex mánuði eftir að þú hefur: 
    • Verið í speglun með sveigjanlegum tækjum
    • Verið í nálastungumeðferð hjá öðrum en lækni, hjúkrunafræðingi, ljósmóður eða sjúkraþjálfara
    • Fengið húðflúr, skartgripagötun eða aðrar stungur í húð t.d. förðun (t.d.húðflúr augabrúnir)/rafháreyðingu
    • Deilt heimili með einstaklingi sem er smitaður af lifrarbólguveiru B
    • Stungið þig á notaðri nál (stunguslys) / fengið á þig líkamsvessa af slysni, eða ert enn í rannsóknum vegna slíkra atvika
    • Þegið blóð eða vefjaígræðslu frá mönnum, aðra en heila-/hornhimnu eða heiladingulshormón

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Sérhver blóðgjöf er rannsökuð með tilliti til HIV, lifrarbólguveira B og C, og sárasóttar (syphilis)
  • Ekki er öruggt að merki um smit finnist þó að blóðgjafi sé sýktur. Þess vegna þurfa heilsufarsspurningar og svör við þeim að vera mjög ítarleg
  • Ef merki um smit kemur í ljós er haft samband við blóðgjafann, hann tekinn af skrá og blóðinu fargað
  • Gefðu ekki blóð í þeim tilgangi að fá rannsókn á hugsanlegu lifrarbólgu- eða HIV -smiti.  Leitaðu í slíkum tilfellum til heilsugæslustöðva eða göngudeildar smitsjúkdóma á Landspítala, deild A-3, sími 5436040
  • Þeir teljast til áhættuhópa sem vegna hegðunar sinnar, athafna eða kynlífs er hætt við að frá alvarlega smitsjúkdóma sem geta borist með blóði

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: HIV, Eyðni, AIDS, HTLV, Vændi, Fíkniefni, Eiturlyf, Samkynhneigð, Tvíkynhneigð, Stunguslys, Sprautur, Nálastungur, Tattoo, Creutzfeldt-Jakob, MSM, Húðflúr, Tattóvering, Stungur, Rafháreyðing, Skartgripagötun, Nauðgun, Sýfilis, Sárasótt, Heilbrigðisstarfsmaður, Lifrarbólguveira, HBV, HCV, HAV, Hepatitis, Kynleiðrétting, Kynmök, Kynlíf