Lifrarbólga
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Lifrarbólga A: Má gefa blóð 6 mánuðum eftir að bata er náð
- Lifrarbólga B: Má ekki gefa blóð
- Lifrarbólga C: Má ekki gefa blóð
- Lifrarbólga E: Má gefa blóð 6 mánuðum eftir að bata er náð
- Lifrarbólga af óþekktri orsök: Má ekki gefa blóð
Nánari útskýringar
- Ef hætta er á smiti:
- Fresta skal blóðgjöf í minnst 1 ár eftir mök við einstakling sem smitaður er af lifrarbólguveiru B eða C
- Fresta skal blóðgjöf í minnst 6 mánuði ef búseta er á sama heimili og einstaklingur sem smitaður er af lifrarbólguveiru B
Tengt efni
Til fróðleiks
- Margir þættir aðrir en veirusýkingar geta orsakað lifrarbólgu, t.d. áfengismisnotkun, sjálfsofnæmissjúkdómar, aðrar sýkingar eða lyf/eiturefni
- Lifrarbólga af völdum veirusýkingar getur smitast með blóðgjöf og því gilda ákveðnar reglur um einstaklinga sem smitast hafa af lifrarbólgu
Ástæða breytingar
- Ný síða
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.