Fíkniefni
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Einstaklingur má ekki gefa blóð ef:
- Viðkomandi hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinni, sprautað sig í æð eða vöðva með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis
- Viðkomandi er undir áhrifum lyfja eða fíkniefna (t.d. áfengis), sem hafa áhrif á getu hans til þess að veita samþykki sitt fyrir blóðgjöf
- Viðkomandi hefur tekið inn disulfiram (Antabuse®) á síðustu 7 dögum
- Viðkomandi er í áfengismeðferð eða innan við 1 mánuður hefur liðið frá lokum meðferðar
Nánari útskýringar
- Notkun ólöglegra fíkniefna útilokar blóðgjöf
- Fyrri saga um staka notkun fíkniefna sem ekki var sprautað í æð eða í vöðva þarf ekki að koma í veg fyrir blóðgjöf. Slíkt er þó háð mati hverju sinni og veldur minnst eins mánaðar frestun á blóðgjöf.
- Mikil áfengisneysla sem leitt hefur til skorpulifrar eða annarra líffæraskemmda útilokar blóðgjöf
Tengt efni
Til fróðleiks
- Fíkniefnanotendur sem notað hafa sprautu geta hafa smitast af sýkingum án þess að vita af því og án þess að hafa nein einkenni. Mörg ár geta liðið þangað til einkenni gera vart við sig.
- Einstaklingar sem eru greinilega undir áhrifum áfengis eða annarra efna sem hafa áhrif á hugarástand, geta ekki gefið fullgilt samþykki eða skilið fyllilega hvers vegna þeir eru spurðir ákveðinna spurninga. Þeir geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum.
- Disulfiram (Antabuse®) getur verið skaðlegt blóðþega sem hefur vínanda í blóði sínu.
Ástæða breytingar
- Ný síða
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.