Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef:
    • Blóðgjafi hefur þurft á sjúkdómsbælandi meðferð að halda síðastliðna tólf mánuði
    • Sjúkdómurinn hefur áhrif á hjarta- og æðakerfi

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Sjúkdómsbælandi meðferðir geta innihaldið stera, ónæmisbælandi lyf, mótefni gegn bólgufrumum og fleira. Þessar meðferðir hafa allar áhrif á ónæmiskerfi einstaklings og gera hann berskjaldaðri gagnvart ýmsum sýkingum auk þess sem erfiðara getur reynst að greina sýkingar í þessum einstaklingum.
  • Bólgueyðandi lyf án stera hafa ekki áhrif á ónæmiskerfið á þennan hátt.
  • Sumir sjálfsofnæmissjúkdómar geta haft slæm óafturkræf áhrif á hjarta- og æðakerfið. Í slíkum tilvikum ætti viðkomandi ekki að gefa blóð. 

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Liðagigt, Ónæmisbælandi meðferð, Raynauds, Gigt, Gikt, Hrygggigt, Rauðir úlfar, Vöðvaslen, Fjölvöðvagigt, Æðabólga, Herslishúð, Blöðrusótt, Hryggikt, Iktsýki, behcet's syndrome, Reiters sjúkdómur