Blóðsegar
Síðast uppfært: 28.10.2020
Skilgreining
- Segamyndunarhneigð (e. thrombophilia) er ástand sem gjarnan er arfgengt og einkennist af aukinni áhættu á myndun blóðsega.
- Segamyndunarhneigð greinist gjarnan vegna erfðarannsókna á fjölskyldum og margir arfberar munu aldrei fá blóðsega
Almennar reglur
- Einstaklingur má ekki gefa blóð ef:
- Hefur verið greindur með segamyndunarhneigð og hefur fengið blóðsega eða er á segavarnarmeðferð
- Hefur endurtekið fengið blóðsega sem sem þörfnuðust meðhöndlunar
Nánari útskýringar
- Einstaklingar með segamyndunarhneigð mega gefa blóð ef
- Engin saga er um blóðsega
- Eru ekki á segavarnarmeðferð
- Djúpbláæðasegi
- Ef einstaklingur hefur einu sinni greinst með bláæðasega í djúpæðum útlima má viðkomandi gefa blóð eftir að 6 mánuðir eru liðnir frá lokum segavarnarmeðferðar ef engin undirliggjandi orsök finnst sem hindrar blóðgjöf
- Ef einstaklingur hefur endurtekið greinst með bláæðasega í djúpæðum útlima má viðkomandi ekki gefa blóð
- Lungnarek
- Ef saga er um lungnarek skal læknir Blóðbankans meta hvort viðkomandi megi gefa blóð
- Nethimnuæðasegi
- Ef saga er um nethimnuæðasega (sjónhimnuæðasega) í auga skal læknir Blóðbankans meta hvort viðkomandi megi gefa blóð
Tengt efni
Til fróðleiks
- Óútskýrð blóðsegamyndun tengist aukinni hættu á æðakölkun, illkynja sjúkdómum og segamyndunarhneigð
- Mögulegt er að blóðgjöf geti aukið hættu á blóðsegamyndun hjá einstaklingi sem hefur segamyndunarhneigð
Ástæða breytingar
- Reglur um segamyndunarhneigð en engir fyrri blóðsegar/segavarnarmeðferð
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.