Almennar reglur

  • Einstaklingur sem hefur einhvern tímann greinst með illkynja sjúkdóm má ekki gefa blóð

Nánari útskýringar

  • Ef um er að ræða forstig illkynja sjúkdóms sem ekki er í blóði (t.d. ristilsepa eða Barrett's breytingar í vélinda) má gefa blóð ef viðkomandi
    • er í reglulegu eftirliti hjá lækni, eða
    • telst læknaður og hefur verið útskrifaður úr eftirliti
  • Ef um er að ræða basalfrumukrabbamein í húð má gefa blóð einu ári eftir að meðferð er lokið og öll sár eru gróin
  • Ef um er að ræða staðbundið krabbamein (carcinoma in situ, t.d. leghálskrabbamein) sem hefur verið fjarlægt að fullu með aðgerð má gefa blóð einu ári eftir að meðferð er lokið og öll sár eru gróin

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Margir illkynja sjúkdómar geta dreifst með blóðinu um líkamann og vaxið inn í nærliggjandi vefi. Veirur sem dreifast með blóðgjöf og vefjaígræðslu geta einnig valdið illkynja sjúkdómum. Vegna þessa er talið öruggara að samþykkja ekki blóð frá þeim sem greinst hafa með illkynja sjúkdóma.
  • Sjúkdómar eins og basalfrumukrabbamein í húð og önnur staðbundin þekjuvefskrabbamein dreifast hins vegar ekki um blóðrásina og því mega þeir sem hafa greinst með slíka sjúkdóma gefa blóð einu ári eftir að meðferð og eftirliti er lokið.
  • Forstig illkynja sjúkdóma eru mjög algeng, þá sér í lagi hjá eldra fólki. Sé viðkomandi í reglulegu eftirliti má greina sjúkdóminn áður en ífarandi æxli myndast. 

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Krabbamein, Æxli, Barrett´s vélinda, Separ, Forstig, Basalfrumukrabbamein, Staðbundið krabbamein, Sortuæxli