Blóðsjúkdómar
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Ef blóðsjúkdómur er illkynja eða einstofna má ekki gefa blóð
Nánari útskýringar
- Fjölgun á rauðum blóðkornum (polycythemia) eða blóðflögum (thrombocytosis) getur verið til staðar án þess að um einstofna eða illkynja sjúkdóm sé að ræða. Sé slík fjölgun til staðar og engin meðhöndlun áformuð metur læknir Blóðbanka hvort gefa megi blóð.
Tengt efni
Til fróðleiks
- Einstofna blóðsjúkdómar geta þróast yfir í illkynja sjúkdóma og hindra þar af leiðandi blóðgjöf
- Dæmi um einstofna blóðsjúkdóma eru t.d. góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) og rauðkornadreyri (primary polycythemia)
Ástæða breytingar
- Ný síða
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.