Almennar reglur

  • Frestur fyrir blóðgjöf eftir minni háttar opnar aðgerðir er 3 mánuðir, dæmi:
    • Hálskirtlataka
    • Nefholsaðgerð
    • Vélindabakflæðiaðgerð
    • Gallblöðrutaka
    • Botnlangataka
    • Kviðspeglun (laparoscopia)
    • Kviðslitsaðgerð
    • Liðaðgerðir (minniháttar, t.d. liðþófar)
    • Aðgerðir v. beinbrota (þ.m.t. fjarlæging nagla/skrúfa)
    • Brjósklosaðgerð
    • Brjóstastækkun
    • Ófrjósemisaðgerðir
  • Frestur fyrir blóðgjöf eftir flestar stærri skurðaðgerðir er 6 mánuðir, dæmi:
    • Brjóstaaðgerð 
    • Legnám (vegna annars en illkynja sjúkdóms)
    • Liðskiptaaðgerðir (t.d. hné, mjöðm)
    • Hryggaðgerðir  
    • Lungnaaðgerð vegna loftbrjósts
  • Ekki  má gefa blóð eftir vissar stærri skurðaðgerðir, dæmi:
    • Lungnaaðgerð: Ef stór hluti lunga hefur verið fjarlægður má ekki gefa blóð (sjá þó tengil fyrir loftbrjóst)
    • Brottnám á maga: Ekki má gefa blóð ef magi hefur verið fjarlægður að hluta eða alveg

Nánari útskýringar 

  • Augnaðgerðir: Sjá tengil fyrir augnsjúkdóma
  • Æðahnútaaðgerð með laser tækni (glómun): Sjá tengil fyrir Lasermeðferð
  • Keiluskurður: Sjá tengil fyrir leghálskrabbamein
  • Magabandsaðgerð: Gefa má blóð 3 mánuðum eftir aðgerð ef blóð- og járnhagur eru í lagi
  • Magaermiaðgerð/magahjáveituaðgerð: Gefa má blóð 1 ári eftir aðgerð sé líðan góð og járnhagur í lagi. 
  • Milta fjarlægt með skurðaðgerð: Sjá tengil fyrir miltisnám
  • Aðgerð á heila: Sjá tengil fyrir taugaskurðaðgerð
  • Hafi viðkomandi fengið blóðgjöf í tengslum við aðgerð: Sjá tengil fyrir blóðgjöf

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Við skurðaðgerðir getur orðið verulegt blóðtap. Því er mikilvægt að blóðgjafar gefi ekki blóð ef skurðaðgerð er fyrirhuguð. Blóðgjöf stuttu fyrir aðgerð getur seinkað bataferli eftir aðgerð. 
  • Hætta á sýkingu getur fylgt aðgerðum, frá skurðsári eða tækjum sem notuð eru við aðgerðina.  Því má ekki gefa blóð nema eftir vissan frest frá aðgerð.

Ástæða breytingar:

  • Magaermiaðgerð/magahjáveituaðgerð

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Speglun, Aðgerðir, Ófrjósemisaðgerð, Magabandsaðgerð, Brjósklos, Krossbandaaðgerð, Hálskirtlataka, Botnlangataka, Gallblöðrutaka, Kviðspeglun, Kviðslitsaðgerð, Vélindabakflæðiaðgerð, Brjóstastækkun, Nefholsaðgerð, Liðaðgerðir, Ófrjósemisaðgerðir, Brjóstaaðgerð, Legnám, Hryggaðgerðir, Lungnaaðgerð, Æðahnútaaðgerð, Keiluskurður, Brottnám á maga, Liðskiptaaðgerðir, Mjaðmaskipti, Hnéskipti, Protesa, Magaermiaðgerð, Hárígræðsla, Magahjáveituaðgerð, Gastric bypass, Beinskurðaðgerð, Beinbrot, Naglar í bein, Skrúfur í bein