Almennar reglur

  • Frestur fyrir blóðgjöf vegna liðspeglana er 2 vikur ef engin aðgerð er gerð
  • Frestur fyrir blóðgjöf vegna annarra speglana með sveigjanlegum tækjum er 6 mánuðir:
    • Blöðruspeglun
    • Legspeglun
    • Barkakýlisspeglun
    • Lungnaspeglun
    • Magaspeglun
    • Ristilspeglun
    • Gallgangaspeglun

Nánari útskýringar

  • Speglun með ósveigjanlegum tækjum hefur styttri frest í för með sér, t.d. endaþarmsspeglun (1 dagur) og leghálsspeglun (2 vikur)

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Erfitt getur verið að sótthreinsa sveigjanleg tæki sem notuð eru til speglana. Vitað er um tilfelli þar sem smit hefur borist á milli manna með slíkum tækjum
  • Leghálsspeglun (colposcopia) er gerð til að skoða neðsta hluta legháls og er ekki gerð með sveigjanlegu tæki. 

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð. 
Tög: Magaspeglun, Ristilspeglun, Blöðruspeglun, Legspeglun, Gallgangaspeglun, Lungnaspeglun, Barkakýlisspeglun, Endaþarmsspeglun, Leghálsspeglun, Liðspeglun