Almennar reglur

  • Einstaklingur með sjálfsprottið loftbrjóst án undirliggjandi sjúkdóms má gefa blóð:
    • Þegar viðkomandi hefur náð bata
    • Sex mánuðum eftir viðeigandi skurðaðgerð
  • Einstaklingur með sjálfsprottið loftbrjóst má ekki gefa blóð ef:
    • Ástandið tengist slímseigjusjúkdómi (cystic fibrosis)
    • Ástandið tengist lungnaþembu
  • Einstaklingur með loftbrjóst eftir áverka/slys má gefa blóð 6 mánuðum eftir bata

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Sjálfsprottið loftbrjóst kemur oftast fyrir hjá ungum, hávöxnum, grönnum karlmönnum án undirliggjandi sjúkdóma
  • Loftbrjóst getur einnig tengst alvarlegum lungnasjúkdómum eins og slímseigjusjúkdómi, lungnaþembu eða berklum
  • Loftbrjóst getur valdið skertri lungnastarfsemi. Við blóðgjöf getur ástandið versnað eða öndunarerfiðleikar skapast.

 Ástæða breytingar

  • Ný leitarorð

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Slys, Öndunarfærasjúkdómar, Skurðaðgerð, Berklar, Lungnasjúkdómur, Samfall á lunga, Pneumothorax