Slys
Síðast uppfært: 28.10.2020
Á við um
- Beinbrot og aðra áverka eftir slys
Almennar reglur
- Ekki má gefa blóð ef blóðgjafi hefur:
- Sár sem ekki eru að fullu gróin eða sýnilegar bólgur
- Einhvers konar sýkingu
- Umbúðir, svo sem gifs eða sáraumbúðir
- Hlotið beinbrot og innan við 3 mánuðir hafa liðið frá slysi (sjá einnig Skurðaðgerð)
Tengt efni
Til fróðleiks
- Ógróið sár eykur hættu á að bakteríur komist í blóðið sem getur verið alvarleg ógn fyrir blóðþega
- Athugið að umbúðir eða gifs geta hulið sár
Ástæða breytingar
- Tengill í Skurðaðgerð
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.