Flogaveiki
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Einstaklingur má ekki gefa blóð ef
- Fær lyfjameðferð vegna flogaveiki
- Hefur fengið flog á síðustu 3 árum
Nánari útskýringar
- Ef einstaklingur með fyrri sögu um flog hefur hvorki verið meðhöndlaður með flogaveikilyfjum né fengið flog síðastliðin 3 ár má samþykkja viðkomandi sem blóðgjafa eftir læknisfræðilegt mat.
Tengt efni
Til fróðleiks
- Falli blóðgjafi í yfirlið eftir blóðgjöf gæti það leitt til flogakasts hafi viðkomandi sögu um flogaveiki.
Ástæða breytingar
- Ný síða
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.