Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef:
    • Lasermeðferð er vegna illkynja sjúkdóms
    • Sár hafa ekki gróið að fullu eftir meðferðina

Nánari útskýringar

  • Sjá tengla hér fyrir neðan fyrir frekari upplýsingar um
    • basalfrumukrabbamein (illkynja sjúkdómar)
    • leghálskrabbamein
    • augnaðgerðir (augnsjúkdómar)
  • Ef um lýtaaðgerð er að ræða og sár eru að fullu gróin má viðkomandi gefa blóð (t.d. laserháreyðing)
  • Ef um æðahnútaaðgerð (glómun) er að ræða má gefa blóð 4 vikum eftir aðgerð séu sár að fullu gróin

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Lasermeðferð í lækningaskyni er notuð við margs konar aðgerðir. Virkni slíkrar meðferða liggur í að hita vefi og brenna. Laseraðgerð getur skilið eftir opin sár sem sýking getur borist í. Sé undirliggjandi sjúkdómur ekki ástæða frávísunar má að jafnaði gefa blóð eftir lasermeðferð þegar sár eru að fullu gróin.

Ástæða breytingar

  • Laserháreyðing

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Glómun, Tattóvering (fjarlæging), Húðflúr (fjarlæging), Laserháreyðing, Laseræðahnútaaðgerð