Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef viðkomandi hefur húðsár sem gæti verið sýkt eða er opið 

Nánari útskýringar

  •  Gefa má blóð ef sárið er lítið, þurrt og greinilega ekki sýkt (ekki roði í kringum það)

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Sýktu sári eða fleiðri getur fylgt hætta á sýkingu sem getur borist í blóðrásina. Bakteríur í blóði geta fjölgað sér í blóðpoka eftir söfnun. Séu bakteríur til staðar í blóðeiningu getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir blóðþega.  
  • Síendurtekin sár eða fleiður geta hugsanlega tengst undirliggjandi ástandi, til dæmis sjálfsónæmissjúkdómi

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

 

Tög: Brunar, Sýkt sár, Sár í munni, Þrýstingssár, Sár á húð, Æðahnútar, Opið sár