Sykursýki
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Ekki má gefa blóð ef:
- Viðkomandi þarfnast meðferðar með insúlíni eða öðrum lyfjum
- Viðkomandi hefur fengið endurtekin yfirlið, svima eða sykurfallseinkenni
- Viðkomandi hefur fylgikvilla á borð við hjartabilun, nýrnabilun, útæðasjúkdóma eða sár sem gróa illa
- Viðkomandi hefur fengið drep í útlim eða farið í aflimun
Nánari útskýringar
- Ef um er að ræða forstig sykursýki eða meðgöngusykursýki sem þarfnast ekki meðferðar má viðkomandi gefa blóð
- Ef meðferð felst eingöngu í lífstílsbreytingum (mataræði) má viðkomandi gefa blóð
Tengt efni
- Hjarta- og æðasjúkdómar
- Heila- og taugasjúkdómar
- Sýking - Almennt
- Meðganga
- Vefja- og líffæraþegar
- Opin sár
Til fróðleiks
- Til eru tvö afbrigði af sykursýki, gerð I (insúlinháð) og II (insúlínóháð). Einstaklingar með gerð II þurfa ekki alltaf á lyfjameðferð að halda og séu þeir við góða heilsu mega þeir gefa blóð.
Ástæða breytingar
- Ný síða
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.