Almennar reglur

  • Einstaklingur má ekki gefa blóð ef viðkomandi er með eða hefur fengið:
    • Kransæðasjúkdóm eða hjartaöng - óháð orsök
    • Hjartabilun
    • Hjartalokusjúkdóm
    • Hjartaþelsbólgu
    • Hjartavöðvakvilla
    • Hægra og/eða vinstra greinrof í hjarta
    • Slagæðagúlp
    • Útæðasjúkdóm (þ.m.t. heltiköst eða drep)
    • Þurft á aðgerð að halda vegna stíflu eða þrengingar í æð
    • Endurteknar segabláæðabólgur eða segamyndanir

Nánari útskýringar

  • Ef einstaklingur hefur fengið aðra hjarta- eða æðasjúkdóma en þá sem taldir eru upp hér að ofan þarf að meta sérstaklega hvort viðkomandi megi gefa blóð eða ekki
  • Hjartavöðvabólga (myocarditis): Ekki má gefa blóð fyrr en minnst 2 ár hafa liðið frá bata og lokum meðferðar
  • Ef viðkomandi er einkennalaus og engin meðferð áformuð vegna fósturops í hjarta (PFO) má hann gefa blóð
  • Ef viðkomandi hefur farið í aðgerð vegna meðfædds hjartagalla og telst læknaður skal hafa skal samband við starfsfólk Blóðbankans varðandi möguleika á að verða blóðgjafi

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Blóðmissir, til dæmis við blóðgjöf, getur haft talsverða áhættu í för með sér fyrir einstakling með hjarta- eða æðasjúkdóm og aukið líkurnar á hjartaáfalli, slagi eða annars konar alvarlegu atviki
  • Fósturop í hjarta (Patent Foramen Ovale, PFO) er eðlilegur breytileiki sem finnst í um 40% einstaklinga

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Slagæðagúlpur, Kransæðastífla, Drep, Hjartaáfall, Pokagúlpur, Murmur, Murr, PFO, Fósturop, BBB, Greinrof, Hjartabilun, Hjartavöðvakvilli, Hjartavöðvabólga, Hjartalokusjúkdómur, Hjartasjúkdómur, Æðasjúkdómur, Æðastífla, Hjartaþelsbólga, Kransæðasjúkdómur, Útæðasjúkdómur, Mitral Valve Prolapse, Fósturop í hjarta, Patent Foramen Ovale