Almennar reglur
- Einstaklingur má ekki gefa blóð ef hann hefur einkenni eða þarfnast meðferðar vegna hjartsláttartruflana
Tengt efni
Til fróðleiks
- Einstaklingar með ákveðnar gerðir tímabundinna hjartsláttartruflana geta mögulega gefið blóð en leita skal frekari upplýsinga hjá starfsfólki Blóðbankans
- Einstaklingar sem hafa verið meðhöndlaðir með brennsluaðgerð vegna hjartsláttartruflana geta mögulega gefið blóð teljist undirliggjandi ástand hafa læknast en leita skal frekari upplýsinga hjá starfsfólki Blóðbankans
- Viðmið fyrir púlshraða blóðgjafa eru 50-100 slög/mín og að púlsinn sé reglulegur.
Ástæða breytingar
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Gáttaflökt, Óreglulegur hjartsláttur, Blóðþynning, Hraðtaktur, Hægataktur, Aukaslög, Gáttatif, Sleglatif, Sleglahraðtaktur, Hjartsláttaróregla, Takttruflanir, Púls, Hjartsláttarhraði, Brennsluaðgerð, Aukabraut, Brennslumeðferð