Almennar reglur

  • Einstaklingur má ekki gefa blóð ef:
    • Efri mörk blóðþrýstings eru yfir 180 mmHg
    • Neðri mörk blóðþrýstings eru yfir 100 mmHg
    • Ástæða háþrýstings er til rannsóknar
    • Finnur fyrir einkennum á borð við svima eða yfirliðstilfinningu
    • Hefur hjartabilun
    • Hefur skerta nýrnastarfsemi og/eða er í blóðskilun
    • Hefur farið í aðgerð vegna lokunar eða þrengingar í slagæð
    • Hefur fengið drep í hold eða farið í aflimunaraðgerð

Nánari útskýringar

  • Ef blóðgjafi er í reglulegu eftirliti vegna hás blóðþrýstings en ekki hefur verið ákveðið að hefja meðferð má viðkomandi gefa blóð
  • Notkun blóðþrýstingslyfja hindrar ekki blóðgjöf ef
    • blóðþrýstingur hefur haldist stöðugur og er undir góðri stjórn
    • hvorki tegund lyfja né skömmtum hefur verið breytt á síðustu 4 vikum
  • Aflimun/drep: Ef undirliggjandi orsök dreps var ekki sykursýki eða útæðasjúkdómur heldur t.d. ofkæling eða heilahimnubólga, og öll sár hafa gróið að fullu, má viðkomandi gefa blóð þó aflimun hafi reynst nauðsynleg

Tengt efni

Ástæða breytingar

  • Blóðþrýstingslyf

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

       

Tög: Háþrýstingur, Hár blóðþrýstingur, Blóðþrýstingslyf