Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef viðkomandi:
    • Hefur greinst með heilabilun (t.d. Alzheimer sjúkdóm)
    • Hefur greinst með Parkinsonsveiki
    • Hefur greinst með MS sjúkdóm (e. multiple sclerosis)
    • Hefur greinst með Creutzfeldt-Jakob sjúkdóm
    • Þjáist af taugahrörnun af óþekktum uppruna
    • Hefur fengið heilablæðingu, tímabundna blóðrásartruflun í heila eða blóðtappa í heila
    • Hefur greinst með illkynja sjúkdóm

Nánari útskýringar

  • Ef pokagúlpur (e. berry aneurysm) hefur verið meðhöndlaður með geislun eða aðgerð og viðkomandi hefur ekki fengið heilablæðingu má gefa blóð

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Öryggi blóðgjafa:
    • Sögu um heilablæðingu, heilahimnublæðingu, tímabundna blóðrásartruflun í heila eða blóðtappa í heila fylgir aukin áhætta í tengslum við blóðgjöf því blóðgjöf getur valdið blóðþrýstingslækkun.
    • Parkinsons sjúkdómur hefur áhrif á hreyfigetu einstaklings sem getur torveldað nálastungu. Sjúkdómurinn er oft meðhöndlaður með lyfjum sem geta haft í för með sér lágþrýsting og yfirlið.
  • Öryggi blóðþega:
    • Talið er að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur geti smitast með blóðgjöf. 

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Alzheimer sjúkdómur, Elliglöp, Heilaæxli, Blóðtappi, Taugasjúkdómur, MS, Heilablæðing, Sjóntaugarþroti, Þverrofsmænubólga, Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur, CJD, Taugahrörnunarsjúkdómur, Parkinssonsveiki, Heila- og mænusigg