Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef viðkomandi hefur:
    • Illkynja æxli
    • Multiple Endocrine Neoplasia (MEN) heilkenni
    • Farið í opna taugaskurðaðgerð
    • Fengið heiladingulshormón unnin úr mönnum
    • Ofvöxt eða offramleiðslu á vaxtarhormóni
    • Offramleiðslu eða skort á þvagtemprandi hormóni
    • Nýrnahettubilun vegna skorts á stýrihormóni nýrnahettubarkar

Nánari útskýringar

  • Ef um góðkynja æxli í heiladingli (adenoma) er að ræða sem seytir prólaktíni eða engum hormónum má viðkomandi gefa blóð ef líðan er góð
  • Ef um er að ræða skurðaðgerð um fleygbein (trans-sphenoidal) vegna æxlis í heiladingli og öll sár hafa gróið má gefa blóð
  • Ef um geislameðferð vegna góðkynja æxlis er að ræða má viðkomandi gefa blóð svo fremi sem engir fylgikvillar sem tengjast annaðhvort meðferð eða undirliggjandi ástandi eru til staðar

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Æxli í heiladingli eru tiltölulega algeng en flest eru góðkynja og breiðast því ekki út til annarra hluta líkamans
  • Innan við 1% af æxlum í heiladingli eru illkynja
  • Sum æxli í heiladingli seytra engum hormónum (25%) en önnur seytra hormónum á borð við prólaktín (30%) eða vaxtarhormón (10-15%)
  • Risavöxtur af völdum ofseytingar vaxtarhormóna er tengdur aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, þar á meðal hjartavöðvakvilla, aukinni þykkt á vinstri slegli og hjartsláttartruflunum
  • Vanvirkur heiladingull með tilheyrandi lækkun á magni hormóna í blóði getur stafað af undirliggjandi sjúkdómi eða tilheyrandi meðferð. Skortur á stýrihormóni nýrnahettubarkar getur leitt til nýrnahettubilunar.

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Prólaktín, Prolactin, Vaxtarhormón, Þvagtemprandi hormón, antidiuretic hormone