Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef:
    • Þungun er til staðar
    • Innan við 9 mánuðir hafa liðið frá fæðingu/lok meðgöngu
    • Innan við 6 mánuðir hafa liðið frá fósturláti eða fóstureyðingu
    • Móðir hefur barn á brjósti

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Á meðgöngu, sérstaklega á seinni hluta hennar tapar móðir stórum hluta járnbirgða sinna til barnsins.  Því getur blóðgjöf í meðgöngu leitt til járnskorts. 
  • Ekki er ráðlagt að gefa blóð á meðan á brjóstagjöf stendur vegna aukins álags á járnbirgðir móður
  • Ef kona er að reyna að verða barnshafandi má hún gefa blóð svo fremi sem hún hefur ekki misst úr blæðingar eða er undir eftirliti læknis vegna ófrjósemismeðferðar

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Þungun, Barn, Keisaraskurður, Fósturlát, Fóstureyðing, Utanlegsfóstur, Móla, Meðferð við ófrjósemi, Þungunarrof, Fæðing, Brjóstagjöf, Ólétt, Ófrísk, Barnshafandi, Útskröpun, Útskaf