Augnsjúkdómar
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Einstaklingur má ekki gefa blóð ef:
- Bólga eða sýking í augum er til staðar
- Viðkomandi hefur sögu um illkynja æxli
- Viðkomandi hefur einhvern tímann fengið hornhimnuígræðslu
- Frestur eftir augnaðgerðir/meðferðir:
- Sprautumeðferð við aldursbundinni hrörnun í augnbotnum: 7 dagar
- Augasteinsskipti: 3 mánuðir
- Laseraðgerð vegna nærsýni: 1 mánuður
- Laseraðgerð vegna lithimnuloss: 1 mánuður
Nánari útskýringar
- Ef viðkomandi notar augndropa við langvinnri gláku má gefa blóð en við töflumeðferð skal athuga frest eftir inntöku lyfs.
- Flestir með slæma sjón geta gefið blóð. Sjá Fötlun ef viðkomandi getur ekki lesið.
Tengt efni
- Fötlun
- Illkynja æxli
- Laser meðferð
- Sjálfofnæmissjúkdómur
- Sterameðferð
- Sykursýki
- Sýkingar
- Vefja- og líffæraþegar
Til fróðleiks
- Hætta er á sýkingum eftir augnaðgerðir eins og við aðrar skurðaðgerðir. Því þarf að líða ákveðinn tími eftir aðgerð áður en blóðgjöf er leyfileg. Lengd frests fer eftir umfangi aðgerðar.
Ástæða breytingar
- Ný síða
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.