Almennar reglur
- Ástæða þess að viðkomandi notar bólgueyðandi lyf kann að skipta máli
- Stöðug notkun bólgueyðandi lyfja án stera vegna langvinnra veikinda eða verkja getur hindrað blóðgjöf
Nánari útskýringar
- Ef einstaklingur notar aðeins stöku sinnum bólgueyðandi lyf sem fást án lyfseðils og uppfyllir öll önnur skilyrði fyrir blóðgjöf má viðkomandi gefa blóð.
- Nauðsynlegt er að viðkomandi skrái lyfjatöku á heilsufarsblaðið sem fyllt er út í Blóðbankanum
- Blóðflögueiningar eru ekki framleiddar ef viðkomandi hefur notað bólgueyðandi lyf á síðustu 5 dögum
Tengt efni
Til fróðleiks
- Heilblóðseiningar eru meðal annars notaðar til framleiðslu á blóðflögueiningum, en bólgueyðandi lyf án stera geta hindrað eðlilega starfsemi blóðflagna
Ástæða breytingar
- Hefur notað bólgueyðandi lyf (á hvaða formi sem er)
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð
Tög: Tennisolnbogi, Liðverkir, Sinabólgur