Almennar reglur

  • Einstaklingur með bólgusjúkdóm í þörmum má ekki gefa blóð
  • Eftirtaldir sjúkdómar falla undir þennan lið:
    • Crohn's sjúkdómur (svæðisgarnabólga)
    • Colitis ulcerosa (sáraristilbólga)

Nánari útskýringar

  • Orsakir þessara sjúkdóma eru ekki þekktar til hlítar og gætu tengst sýkingum. Sáramyndanir vegna sjúkdóms auka líkurnar á að sýklar komist í blóðrásina. Bakteríur í blóðpoka geta fjölgað sér og náð hættulegu magni  við geymslu.

Ástæða breytingar

  • Ný leitarorð

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.                      
Tög: Sáraristilbólga, Svæðisgarnabólga, Crohns sjúkdómur, Colitis Ulcerosis