Almennar reglur
- Ekki má gefa blóð ef:
- Viðkomandi er í rannsóknum vegna skjaldkirtilsvandamáls
- Um er að ræða illkynja sjúkdóm
- Um er að ræða bráða skjaldkirtilsbólgu sem ekki hefur gengið yfir
- Innan við eitt ár hefur liðið frá því að greiningu eða meðferð með geislavirku joði lauk
- Innan við eitt ár hefur liðið frá skjaldkirtilsaðgerð
 
Nánari útskýringar
- Ef um vanstarfsemi skjaldkirtils er að ræða, viðkomandi er á stöðugri meðferð með skjaldkirtilshormónum og lyfjaskammti hefur ekki verið breytt síðustu 6 mánuði má viðkomandi gefa blóð að fengnu samþykki hjúkrunarfræðings/læknis Blóðbankans
- Ef um ofstarfsemi skjaldkirtils er að ræða má viðkomandi gefa blóð að fengnu samþykki hjúkrunarfræðings/læknis Blóðbankans eftir tilskilinn frest að lokinni meðferð með skurðaðgerð/geislajoði sé líðan góð og lyfjameðferð stöðug
Tengt efni
Til fróðleiks
- Van- eða ofstarfsemi skjaldkirtils sem ekki hefur verið meðhöndluð getur haft áhrif á starfsemi hjartans
Ástæða breytingar
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
 
											
							Tög: Joð, Geislavirkt joð, Tyroxin, Thyroxin, Geislajoð, Hashimotos sjúkdómur, Graves sjúkdómur, Ofvirkur skjaldkirtill, Vanvirkur skjaldkirtill