Skilgreining

  • Ísótópar (geislavirkar samsætur):
    • Óstöðug efni sem gefa frá sér geislavirkni þegar þau hrörna. Slík geislavirk efni eru notuð við sérstakar læknisfræðilegar rannsóknir t.d. beinaskann.
    • Geislavirkar samsætur eru einnig notaðar við meðhöndlun ákveðinna sjúkdóma, s.s. geislajoð við skjaldkirtilssjúkdómum.

Almennar reglur

  • Einstaklingur má ekki gefa blóð eftir rannsóknir eða meðferð með geislavirku joði ef:
    • Um illkynja sjúkdóm er að ræða
    • Innan við eitt ár hefur liðið frá meðhöndlun/rannsókn sjúkdóms sem ekki er illkynja
  • Rannsóknir með öðrum geislavirkum efnum:
    • Leitið upplýsinga hjá starfsfólki Blóðbankans 

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Almennt skiljast geislavirk út efni út úr líkamanum á innan við sólarhring. Sum efni, t.d. geislavirkt joð, hafa þó lengri helmingunartíma og er því mikilvægt að blóðgjafar sem fengið hafa slík efni bíði í minnst 12 mánuði. Biðin stafar af því að vernda þarf blóðþega, þá sérstaklega börn og barnshafandi konur, fyrir geislavirku efni sem borist getur með blóðgjöf.

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Illkynja sjúkdómur, Rannsóknir, Skjaldkirtill, Skjaldkirtilssjúkdómar, Geislavirkni, Joð, Geislajoð