Rannsóknir
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Ekki má gefa blóð á meðan beðið er eftir niðurstöðum læknisfræðilegra rannsókna vegna ógreinds sjúkdóms eða sjúkdómseinkenna.
Nánari útskýringar
- Sjá sérstakar síður fyrir speglanir og ísótóparannsóknir undir tengt efni.
- Reglubundnar skimunarrannsóknir eins og leghálsstrok, brjóstakrabbameinsskoðun og aðrar slíkar skoðanir þar sem afbrigðileika er ekki að vænta, þykja að öllu jöfnu ekki ástæða til frávísunar.
- Hafi blóðsýni verið dregið af skráðum heilbrigðisstarfsmanni má gefa blóð >12 klst. eftir sýnatöku ef engin merki eru um bólgu á stungustað og ef einungis var um reglubundna skimun að ræða þar sem afbrigðileika er ekki að vænta.
Tengt efni
Til fróðleiks
- Læknisfræðilegar rannsóknir geta hugsanlega leitt til greiningar á sjúkdómi sem leitt getur til frávísunar.
Ástæða breytingar
- Blóðsýni dregið af heilbrigðisstarfsmanni.
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.