Almennar reglur

  • Einstaklingur má ekki gefa blóð ef:
    • Er með illkynja sjúkdóm
    • Er með eða notar þvaglegg
    • Er með sýkingu 
    • Tekur lyf vegna sjúkdóms sem hindra blóðgjöf
    • Hefur verið vísað til sérfræðings vegna hás gildis á blöðruhálskirtilsmótefnavaka (Prostate-Specific Antigen, PSA)

Nánari útskýringar

  • Góðkynja breytingar í blöðruhálskirtli sem ekki þarfnast meðferðar koma ekki í veg fyrir að viðkomandi geti gefið blóð

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Uppsetningu þvagleggs getur fylgt bakteríusýking/-mengun í blóði og kemur notkun þvagleggs því í veg fyrir blóðgjöf

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Blöðruhálskirtill, And-Karlhormónameðferð, Þvagleggur, Stækkun, Skurðaðgerð, PSA