Almennar reglur

 • Heilbrigðisstarfsmenn eða aðrir aðilar sem hafa komist í snertingu við líkamsvessa vegna atvika sem tengjast til dæmis eggvopnum, sprautum, mannabiti eða líkamsárásum mega ekki gefa blóð
  • fyrr en sex mánuðum eftir atvikið og
  • eftir að rannsóknum vegna atviks er lokið og ekki var sýnt fram á smit
 • Heilbrigðisstarfsmenn sem ekki hafa verið útsettir fyrir líkamsvessum mega gefa blóð

Nánari útskýringar

 • Sé grunur um hundaæði skal fresta blóðgjöf í 1 ár eftir fyrirbyggjandi mótefnameðferð við hundaæði sé allri eftirfylgni er lokið

Tengt efni

Til fróðleiks

 • Heilbrigðisstarfsmaður ætti undir venjulegum kringumstæðum að geta gefið blóð, en þó er mikilvægt að gæta þess að viðkomandi hafi ekki lent í atvikum sem gætu valdið smiti
 • Starfsmenn sem hafa komist í snertingu við MÓSA eða aðrar algengar sjúkrahússýkingar ættu að geta gefið blóð

Ástæða breytingar

 • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

 • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
 • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Líkamsvessar, Stunguslys, MÓSA, Bit, Mannabit, Sprautuslys, Líkamsárás