Skilgreiningar

  • Smitsjúkdómar eru sýkingar sem smitast á milli manna

Almennar reglur

  • Athugið í leitarglugga vefsíðunnar hvort sérstök síða er til fyrir viðkomandi sýkingu
  • Einstaklingur sem hefur komist í snertingu við smitandi sjúkdóm (verið útsettur fyrir smiti) má ekki gefa blóð ef:
    • Meðgöngutími sýkingarinnar er ekki liðinn
    • Meðgöngutími sýkingar er óþekktur og innan við fjórar vikur hafa liðið frá því viðkomandi var útsettur fyrir smiti

Nánari útskýringar

  • Einstaklingur sem hefur komist í snertingu við smitandi sjúkdóm
    • Ef sýkingin veldur varanlegu ónæmi (t.d. hlaupabóla, mislingar, hettusótt, rauðir hundar, kíghósti) og skýr fyrri saga er um viðkomandi sjúkdóm; má gefa blóð
    • Ef um er að ræða algengan vægan smitsjúkdóm (t.d. kvef, eymsli í hálsi, flensu eða magakveisu) en viðkomandi er sjálfur einkennalaus; má gefa blóð
    • Ef sjúkdómurinn smitast ekki við blóðgjöf (t.d. maurakláði, hringormur) og er sjálfur einkennalaus; má gefa blóð
    • Ef hefur fengið fyrirbyggjandi sýklalyf eftir að hafa verið útsettur fyrir t.d. heilahimnubólgu eða klamidyu, frestur vegna sýklalyfsins er liðinn og er einkennalaus; má gefa blóð

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Margir smitandi sjúkdómar geta borist með blóðgjöf, jafnvel áður en en blóðgjafi fær einkenni um sýkingu, og valdið sýkingu hjá blóðþega
  • Þeir sem hafa umgengist fólk með heilahimnubólgu fá oft fyrirbyggjandi sýklalyf sem eiga að koma í veg fyrir sýkingu. Ef blóðgjafi er við góða heilsu og tvær vikur eru liðnar frá því inntöku sýklalyfja var hætt, má viðkomandi gefa blóð
  • Ef þú ert í vafa, hafðu samband við hjúkrunarfræðinga eða lækna Blóðbankans

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

                                                                        

Tög: Barnasjúkdómar, Sýkingar, Kvef, Flensa