Almennar reglur

  • Einstaklingur sem hefur einhvern tímann sýkst af sárasótt (syphilis) má ekki gefa blóð
  • Einstaklingur sem ekki hefur þurft meðhöndlun vegna sárasóttar en hefur stundað kynlíf með aðila sýktum af sárasótt má gefa blóð ef engin merki um sýkingu eru til staðar og 
    • yfir ár hefur liðið frá meðhöndlun og bata sýkta aðilans, eða
    • yfir 3 mánuðir hafa liðið frá síðustu kynmökum við sýkta aðilann 

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Þeir sem hafa fengið meðferð við sárasótt geta verið með jákvætt skimpróf þó þeir hafi lokið meðferð
  • Kynsjúkdómum á borð við sárasótt og lekanda fylgja gjarnan aðrir kynsjúkdómar sem geta borist með blóðgjöf

Ástæða breytingar

  • Breyting á reglum um sárasótt

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Sýfilis, Syphilis