Almennar reglur

  • Einstaklingur sem hefur einhvern tímann sýkst af hundaæði má aldrei gefa blóð, jafnvel þó bata sé náð

Nánari útskýringar

  • Fresta þarf blóðgjöf í 1 ár ef viðkomandi hefur fengið fyrirbyggjandi mótefnameðferð við hundaæði eftir dýrabit og allri eftirfylgni er lokið
  • Einstaklingur sem hefur fengið fyrirbyggjandi mótefnameðferð við hundaæði án þess að hafa komist í snertingu við hugsanlegan smitvald má gefa blóð

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Hafi einstaklingur fengið hundaæði er sjúkdómurinn oftast banvænn.  Ekki er vitað hvort eða hversu lengi einstaklingar sem hafa náð sér af hundaæði eru smitandi og því kemur fyrri saga um hundaæði í veg fyrir blóðgjöf. 

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.