Óhefðbundnar lækningar
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Ekki má gefa gefa blóð ef sjúkdómurinn sem meðferðin beinist að er tilefni til frávísunar
- Ristilskolun:
- Ekki má gefa gefa blóð ef innan við tólf mánuðir hafa liðið frá meðferð
- Nálastungur og aðrar meðferðir þar sem notast er við nálar:
- Ekki má gefa blóð ef meðferð var ekki veitt af skráðum heilbrigðisstarfsmanni (t.d. hjúkrunarfræðingi, lækni eða sjúkraþjálfara) og innan við 6 mánuðir hafa liðið frá lok meðferðar
- Hafi meðferð verið veitt af skráðum heilbrigðisstarfsmanni má gefa blóð >12 klst. eftir meðferð ef engin merki eru um bólgu á stungustað
Nánari útskýringar
- Nálastungur geta borið smit á milli manna ef einnota nálar eru ekki notaðar
- Ef um annars konar meðferðir er að ræða en getið er að ofan skal hafa samband við hjúkrunarfræðinga Blóðbankans
Tengt efni
Ástæða breytingar
- Ný síða
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.