Almennar reglur
- Ekki má gefa blóð ef:
- Sjúkdómur er útbreiddur
- Sýking er til staðar
- Liðagigt af völdum sjúkdómsins er til staðar
- Innan við 12 mánuðir hafa liðið frá PUVA meðferð
Nánari útskýringar
- Ef sjúkdómseinkenni eru væg, stungusvæði er laust við bletti og aðeins er notast við staðbundna meðferð má viðkomandi gefa blóð
- Ýmis lyf geta hindrað blóðgjöf (sjá m.a. tengil fyrir húðsjúkdóma). Hjúkrunarfræðingar Blóðbankans veita nánari upplýsingar
Tengt efni
Til fróðleiks
- Psoriasis er húðsjúkómur sem orsakast af sjálfsofnæmisferli og er stundum meðhöndlaður með sterkum lyfjagjöfum og útfjólubláum geislum til að bæla niður undirliggjandi sjálfsofnæmisferli. Meðferðarform geta ýmist verið PUVA, methotrexate, ciclosporin o.fl. sem geta valdið ónæmisbælingu. Í slíkum tilvikum skal fresta blóðgjöf í a.m.k. 12 mánuði eftir þar til gerða meðferð.
- Etretinate (Tigason®) og acitretin (Neotigason®) geta valdið fæðingagalla hjá börnum sem komast í tæri við þau í móðurkviði. Tilskyldur biðtími er mikilvægur til að líkaminn nái að hreinsa út lyfið (sjá tengil fyrir húðsjúkdóma).
Ástæða breytingar
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Sóri, Psóríasis