Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef:
    • Innan við 24 klukkutímar hafa liðið frá skoðun, hreinsun eða tannfyllingu
    • Innan við 1 vika hefur liðið frá rótarfyllingu, tannkrónuaðgerð eða tanndrætti (fyrir utan endajaxla)
    • Innan við 4 vikur hafa liðið frá endajaxlaaðgerð, tannholdsaðgerð eða tannígræðslu
    • Innan við 6 mánuðir hafa liðið frá tannígræðslu þar sem ígræðsla beinvefs úr manni var notuð (sjá Tengt efni)
    • Sár hafa ekki gróið til fulls eða sýking er til staðar
    • Viðkomandi hefur tekið sýklalyf á síðustu 2 vikum

Nánari útskýringar

  • Ef um ígræðslu með vef úr öðrum einstaklingi er að ræða má ekki gefa blóð

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Tanndráttur og aðrar meðferðir geta valdið því að sýklar komast inn í blóðrásina
  • Frávísunartími eftir slíkar meðferðir er til að leyfa sárum að gróa og líkamanum að losa sig við þá sýkla sem gætu hafið borist í blóðrásina

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð. 
Tög: Tannútdráttur, Rótfylling, Beinígræðsla, Tannaðgerð