Almennar reglur

 • Munnsár/frunsa (Herpes simplex I):
  • Gefa má blóð þegar húð er heil og þurr
 • Kynfæraáblástur, Herpes genitalis (Herpes simplex II):
  • Við fyrsta tilfelli skulu 4 mánuðir líða frá lokum einkenna áður en gefa má blóð
  • Við seinni tilfelli má gefa blóð þegar tvær vikur eru liðnar frá lokum einkenna

Tengt efni

Til fróðleiks

 • Herpes simplex veirurnar (HSV 1 og 2) valda annars vegar frunsu og hins vegar kynfæraáblæstri. Það er fræðilegur möguleiki á að sýkingin geti smitast í gegnum blóðgjöf. Þess vegna mega þeir sem eru með virka sýkingu ekki gefa blóð.

Ástæða breytingar

 • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

 • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
 • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Áblástur, Frunsa, Kynfæraáblástur