Ofnæmi
Síðast uppfært: 30.4.2025
Almennar reglur
- Gefa má blóð ef:
- Viðkomandi er einkennalaus á þeirri stundu eða með væg ofnæmiseinkenni. Athuga skal Lyf /lyfjameðferð.
- Einstaklingar sem hafa fengið alvarleg ofnæmiseinkenni mega gefa blóð eftir 2 vikur og ef einstkalingur hefur jafnað sig.
- Ofsakláði (urticaria) má gefa blóð ef einkennalaus. Ef viðkomandi hefur fengið stera þá er 1 viku frestur
- Afnæmingarmeðferð með sprautu: má viðkomandi gefa daginn eftir ef án einkenna. Með töflum enginn frestur. Athuga lyf/lyfjameðferð.
- Bráðaofnæmi/ofnæmislost :
- Bráðaofnæmi/ofnæmislost (anaphylaxis): Ekki má gefa blóðvökva (plasma) til meðferðar sjúklinga ef innan við 6 mánuðir hafa liðið frá seinasta ofnæmislosti (anaphylaxis)
- ATH. Ef viðkomandi er með bráðaofnmæmi fyrir hnetum eða soja má viðkomandi ekki gefa plasma.
- Athuga lyf/lyfjameðferð.
Tengt efni
Til fróðleiks
- Flest algeng ofnæmi (t.d. vegna frjókorna, dýra, fæðu) valda ekki frávísun
- Viss lyf notuð við meðhöndlun ofnæmis geta valdið frávísun svo sem sterar (sjá tengt efni). Hjúkrunarfræðingar Blóðbankans veita frekari upplýsingar.
Ástæða breytingar
- Andhistamínlyf í hefðbundnum skömmtum hindra ekki blóðgjöf
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.