Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef:
    • Blóðgjafi hefur fengið alvarleg ofnæmiseinkenni (bráðaofnæmislost eða öndunarerfiðleika) sem kröfðust innlagnar á sjúkrahús
  • Gefa má blóð ef:
    • Ofnæmiseinkenni hafa verið væg (t.d. ofnæmiskvef) og líðan er góð núna 
    • Ofsakláði (urticaria) má gefa blóð ef laus við einkenni. Ef viðkomandi hefur fengið stera þá er 1 viku frestur.
    • Yfir 3 sólarhringar hafa liðið frá afnæmingarmeðferð með sprautu
    • Yfir 2 vikur hafa liðið frá afnæmingarmeðferð með töflum

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Flest algeng ofnæmi (t.d. vegna frjókorna, dýra, fæðu) valda ekki frávísun
  • Viss lyf notuð við meðhöndlun ofnæmis geta valdið frávísun svo sem sterar (sjá tengt efni). Hjúkrunarfræðingar Blóðbankans veita frekari upplýsingar.

Ástæða breytingar

  • Andhistamínlyf í hefðbundnum skömmtum hindra ekki blóðgjöf 

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Útbrot, Kláði, Ofsakláði, Fæðuofnæmi, Bráðaofnæmi, Frjókornaofnæmi, Lyfjaofnæmi, Afnæmingarmeðferð