Almennar reglur

  • Einstaklingur með glútenóþol má gefa blóð ef hann hefur engin einkenni sjúkdómsins

Til fróðleiks

  • Glútenóþol (Coeliac disease) er óeðlilegt ónæmisviðbragð við glúteni (finnst í kornvöru, aðallega hveiti) og veldur skemmdum í smágirninu. Þetta getur leitt til of lítils frásogs á steinefnum og vítamínum sem eru nauðsynleg fyrir blóðmyndun. Viðkomandi þarf því að forðast glúten í fæðu.
  • Mæling á blóðrauða (hemóglóbíni) er gerð til þess að útiloka að blóðgjafi þjáist af blóðleysi.

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Gluten, Celiac sjúkdómur